Velkomin í gistingu á Hala í Suðursveit

Velkomin á Hala í Suðursveit

Við bjóðum ykkur í sveitadvöl á Hala í Suðursveit. Á Hala sveitahóteli eru stór og vel búin herbergi með baði í nýbyggðum húsum. Menning og saga í bland við fjölbreytta afþreyingu er allt um kring.

Þórbergssetur, menningarsetur í sveit

Þórbergsetur er menningarsetur í sveit. Þar er sýning um Þórberg Þórðarson rithöfund( 1888 – 1974) sem fæddist og ólst upp á Hala. Þar rís list Þórbergs hæst hvernig honum tekst að glæða fróðleik lífi. Sjón er sögu ríkari.

Matur er menning

Á matseðlinum í veitingahúsi Þórbergsseturs er þjóðlegur íslenskur matur. Má þar nefna íslenska kjötsúpu, Halalamb og bleikjurétti. Silungur var oft á borðum á Hala er gesti bar að garði.

Náttúra, umhverfi og dýralíf í næsta nágrenni Hala