Herbergin á sveitahótelinu á Hala eru björt og rúmgóð. Herbergin eru með útsyni til suðurs til sjávar, til norðurs upp í Breiðabólsstaðarkletta eða til vesturs til Öræfajökuls.
Á sveitahótelinu á Hala er hægt að njóta næðis og hvíldar milli þess sem ferðast er um einstaka náttúru í Ríki Vatnajökuls. Sveitahótelið á Hala er aðeins 12 km frá Jökulsárlóni. Frá Hala eru einnig jöklagöngur á Breiðamerkurjökul og ýmsir möguleikar á útiveru og gönguferðum í nágrenninu.
Allir gestir okkar eru velkomnir að gæða sér á veitingum í veitingahúsinu í Þórbergssetri sem að er opið frá klukkan 8 á morgnana til klukkan 9 á kvöldin flesta daga ársins.
Tvö herbergi eru sérstaklega ætluð fötluðum og rúma hjólastóla. Þessi herbergi eru við útidyr á jarðhæð og eru rúmgóð með góðu baðherbergi og breiðu rúmi.