Markmið okkar er að bjóða gestum okkar þægilega gistingu og góða þjónustu á viðunandi verði

Herbergi

Á sveitahótelinu á Hala eru 35 rúmgóð og nýtískuleg herbergi bæði eins manns, tveggja manna og 3- 4 manna fjölskylduherbergi.

Öll herbergi eru með:

  • ókeypis netþjónustu
  • skrifborð og stól
  • sjónvarp
  • góðum klæðaskápum
  • hægindastól og borði
  • þægilegum rúmum
  • parket á gólfi
  • gólfhita
  • sér baðherbergi með sturtu
Kaffi og te er í boði í setustofu hótelsins. Það er ekki eldunaraðstaða á sveitahótelinu á Hala.

Herbergin á sveitahótelinu á Hala eru björt og rúmgóð. Herbergin eru með útsyni til suðurs til sjávar, til norðurs upp í Breiðabólsstaðarkletta eða til vesturs til Öræfajökuls.

Á sveitahótelinu á Hala er hægt að njóta næðis og hvíldar milli þess sem ferðast er um einstaka náttúru í Ríki Vatnajökuls. Sveitahótelið á Hala er aðeins 12 km frá Jökulsárlóni. Frá Hala eru einnig jöklagöngur á Breiðamerkurjökul og ýmsir möguleikar á útiveru og gönguferðum í nágrenninu.

Allir gestir okkar eru velkomnir að gæða sér á veitingum í veitingahúsinu í Þórbergssetri sem að er opið frá klukkan 8 á morgnana til klukkan 9 á kvöldin flesta daga ársins.

Tvö herbergi eru sérstaklega ætluð fötluðum og rúma hjólastóla. Þessi herbergi eru við útidyr á jarðhæð og eru rúmgóð með góðu baðherbergi og breiðu rúmi.

Íbúðir

Í "gula húsinu” eru tvær íbúðir í boði fyrir 5 gesti hvor og eru þær með sérinngangi.
Íbúðirnar eru bjartar og rúmgóðar og vel búnar. "Gula húsið” er elsta bygging á svæðinu frá árinu 1934 en hefur verið endurbyggt í gömlum stíl að hluta.

Hvor íbúð fyrir sig er með:

  • tveimur tveggja manna herbergjum
  • einu baðherbergi með sturtu
  • vel búnu eldhúsi
  • setustofu með svefnsófa

Gott útsýni er úr íbúðunum til sjávar í suðri og til Öræfajökuls í vestri. Á efri hæð er einnig útsýni til norður til Steinafjalls. Breiðabólsstaðarklettar blasa við með ótal kynjamyndum. 

Í hvorri íbúð fyrir sig er setustofa með svefnsófa, sófaborði sjónvarpi fríu interneti, borðstofuborði og stólum. 

Í eldhúsinu er góð eldunaraðstaða ef gestir vilja elda sjálfir, en allir eru einnig velkomnir í veitingahúsið í Þórbergssetri.

Svefnherbergi eru með eftirfarandi búnað:

  • þægileg rúm og náttborð
  • stólar og töskugrind
  • parket á gólfi
  • gólfhita
Við vonum að gestir okkar geti notið dvalarinnar á Hala. Starfsfólkið á Hala er ævinlega reiðubúið að veita góða þjónustu. Vinsamlega látið vita ef aðstoðar er þörf og velkomið er að koma með ábendingar til að gera dvölina ánægjulegri.
Þorbjörg og Fjölnir
eigendur