Velkomið er að hafa samband við okkur á Hala ef að þið leitið að einhverju sérstöku eða vantar frekari upplýsingar
Móttaka er í Þórbergssetri. Þar er hægt að fá frekari upplýsingar um afþreyingu innan Ríkis Vatnajökuls og kort sem nær yfir alla sýsluna.
Starfsfólk í móttöku er reiðubúið að aðstoða þig við að bóka afþreyingu á svæðinu eða afla upplýsinga. Mikilvægt er að hafa beint samband við afþreyingarfyrirtæki áður en komið er á staðinn til að fá upplýsingar um bókunarstöðu, aðstæður og veðurútlit.