Um okkur

Sveitahótelið á Hala býður þér að koma í heimsókn og njóta dvalar í Suðursveit og ferðast og fræðast um nágrennið. Þórbergssetur er einstakt menningarsetur þar sem boðið er upp á þjóðlegan mat af svæðinu. Á Hala er einnig búskapur með um 200 kindur og allar afurðir af þeim eru nýttar í veitingahúsi staðarins. 

The museum, Þórbergssetur, bears witness of how people lived through the centuries in the countryside of Suðursveit and on the farm Hali. Since 1860, the farm has been owned by the same family. Fjölnir Torfason and his son Arnór are the fifth and the sixth generation living on the farm with their families, also  with the brother  of FjölnirSteinþór Torfasson  and his family. The stories of the people that lived for centuries on the farm still remain in the books of one of Iceland’s most famous authors, Þórbergur Þórðarson (1888 – 1974), who was born on Hali, and in the stories of Steinþór Þórðarson (1892 – 1981), his brother, who lived on Hali his whole life. The knowledge of the magnificent surroundings, the weather, the sea, the glaciers and the wonders of the wild nature remain with the people of Suðursveit. We want to preserve this knowledge and pass it on to next generations. 

Þorbjörg Arnórsdóttir forstöðumaður Þórbergsseturs var kennari og síðar skólastjóri í litla sveitaskólanum í Suðursveit. Skólanum var lokað árið 2006 og Þorbjörg og Fjölnir ásamt fjölskyldu sinni stóðu að uppbyggingu Þórbergsseturs sem var opnað sama ár.

Með heimsókn á Hala í Suðursveit kynnist þú umhverfi í sveit á Íslandi og gestir eru boðnir velkomnir að sveitasið. Reynt er að veita persónulega þjónustu bæði af starfsfólki og gestgjöfum. Hægt er að kalla gestgjafa á staðinn til skrafs og ráðgerða ef þeir eru ekki viðlátnir er gesti ber að garði.

Scroll to Top