Hali er um 400 km frá Reykjavík. Þegar ekið er eftir þjóðvegi 1 og komið úr vesturátt er Hali fyrsta byggðahverfi á hægri hönd 12 km austar en Jökulsárlón. Næsti þéttbýlisstaður er Höfn í Hornafirði sem að er 68 kílómetra frá Hala í austurátt. Móttaka er í Þórbergssetri sem að er efsta byggingin í byggðahverfinu vel merkt og auðþekkt af bókakjölunum á norðurvegg hússins.