Markmið okkar er að bjóða gestum okkar þægilega gistingu og góða þjónustu á viðunandi verði
Herbergi
Á sveitahótelinu á Hala eru 35 rúmgóð og nýtískuleg herbergi bæði eins manns, tveggja manna og 3- 4 manna fjölskylduherbergi.
Öll herbergi eru með:
- ókeypis netþjónustu
- skrifborð og stól
- sjónvarp
- góðum klæðaskápum
- hægindastól og borði
- þægilegum rúmum
- parket á gólfi
- gólfhita
- sér baðherbergi með sturtu
Herbergin á sveitahótelinu á Hala eru björt og rúmgóð. Herbergin eru með útsyni til suðurs til sjávar, til norðurs upp í Breiðabólsstaðarkletta eða til vesturs til Öræfajökuls.
Á sveitahótelinu á Hala er hægt að njóta næðis og hvíldar milli þess sem ferðast er um einstaka náttúru í Ríki Vatnajökuls. Sveitahótelið á Hala er aðeins 12 km frá Jökulsárlóni. Frá Hala eru einnig jöklagöngur á Breiðamerkurjökul og ýmsir möguleikar á útiveru og gönguferðum í nágrenninu.
Allir gestir okkar eru velkomnir að gæða sér á veitingum í veitingahúsinu í Þórbergssetri sem að er opið frá klukkan 8 á morgnana til klukkan 9 á kvöldin flesta daga ársins.
Tvö herbergi eru sérstaklega ætluð fötluðum og rúma hjólastóla. Þessi herbergi eru við útidyr á jarðhæð og eru rúmgóð með góðu baðherbergi og breiðu rúmi.
Íbúðir
Hvor íbúð fyrir sig er með:
- tveimur tveggja manna herbergjum
- einu baðherbergi með sturtu
- vel búnu eldhúsi
- setustofu með svefnsófa
Gott útsýni er úr íbúðunum til sjávar í suðri og til Öræfajökuls í vestri. Á efri hæð er einnig útsýni til norður til Steinafjalls. Breiðabólsstaðarklettar blasa við með ótal kynjamyndum.
Í hvorri íbúð fyrir sig er setustofa með svefnsófa, sófaborði sjónvarpi fríu interneti, borðstofuborði og stólum.
Í eldhúsinu er góð eldunaraðstaða ef gestir vilja elda sjálfir, en allir eru einnig velkomnir í veitingahúsið í Þórbergssetri.
Svefnherbergi eru með eftirfarandi búnað:
- þægileg rúm og náttborð
- stólar og töskugrind
- parket á gólfi
- gólfhita